Newspeak stjórnmálanna

Punktar

Orðhengilsháttur er eins ríkur þáttur í pólitík og hann hefur ætíð verið. Ný leikfimitækni er breyting margvíslegra hugtaka um viðræður um Evrópuaðild. Utanríkisráðherra segist ekki vera að „slíta“ viðræðunum, heldur „draga þær til baka“. Hagfræðistofnun háskólans talar um „undanþágur“ og „sérlausnir“. Samt er enginn eðlismunur á hugtökunum, bara áferðin er misjöfn. Að hluta er þetta um að kenna uppruna stjórnmálanna í lagatækni. Menn sitja sveittir við að finna ný orð í „newspeak“ til að dylja merkingu orðanna. Pólitíkusar og lagatæknar og skýrsluhöfundar starfa í þeirri von og vissu, að fólk sé fífl.