Neyðaróp auðgreifanna

Punktar

Þær eru fyndnar grátkerlingar atvinnurekenda, þegar þær segja alþýðuna þurfa að standa undir nýrri þjóðarsátt um stöðugleika. Þetta eru menn, sem hver um sig hefur milljónir króna í tekjur á mánuði hverjum. Þetta eru menn, sem undanfarið hafa hækkað laun sín um tugi prósenta. Svo koma þeir vælandi og segja alþýðuna þurfa að semja um 3% hækkun. Hræsnin er auðvitað í hámarki hjá þessum herrum. Svo halda þeir uppi linnulausum áróðri um, að fólkið vilji sjálft hafa lág laun og fórna margvíslegri velferð. Til þess hafa þeir botnlausa peningaskjóðu, sem fyllist af fjármunum, sem þeir hafa stolið af þjóðinni, til dæmis af auðlindum okkar.