Ngaio Marsh var meistarinn

Punktar

Á millistríðsárunum voru Agatha Christie, Dorothy Sayers, John Dickson Carr, Margery Allingham og Rex Stout meistarar whodunnit sagna. Þar var leitað morðingja úr þröngum hópi. Flækjurnar voru stundum óþarflega langdregnar, einkum hjá Carr. Stout var amerískastur og beztur. Eftir stríð var Ngaio Marsh meistari slíkra sagna. Hún fann flotta vinkla. Í “When in Rome” leysir spæjarinn gátuna með tilvísun í etrúska steinkistumynd í Guilia-safninu í Rómaborg. Tekur langt fram whodunnit söluhestum nútímans, svo sem Dan Brown og Íslendingunum. Nú þykir brýnt, að svona sögur fljóti í ofbeldislýsingum.