Þegar kreppa ríður yfir, þarf bezt að gæta þeirra, sem minnst mega sín. Þar á meðal eru börn skuldara. Þau þurfa meira en önnur á leikskóla að halda og meira en önnur á skólamat að halda, svo og aðgangi að frístundastarfi. Því er rangt að reka slík börn úr leikskóla og neita slíkum um skólamáltíðir eða frístundastarf. Samt hafa sveitarfélög ráðist að börnum skuldara vegna skólamáltíða og reynt að ýta slíkum af leikskólum og úr frístundum. Hvort tveggja stríðir gegn barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og sýnir óeðlilega græðgi. Sveitarstjórnarmenn trufluðust í góðærinu og meta allt í peningum.