Misráðið er hjá forseta Íslands að segjast ætla að taka meiri þátt í stjórnmálaumræðunni á næsta kjörtímabili og taka til varna gegn ómerkilegu skítkasti forsætisráðherra og hirðar hans. Með þessu fer forsetinn niður á lága planið, sem lengi hefur einkennt forsætisráðherrann og hirð hans. … Forseti er ekki þjóðkjörinn til að verða þjarkari í pólitík, allra sízt til að bæta upp gerræði forsætisráðherra, sem orðinn er svo innhverfur, að hann framleiðir hvern atburðinn á fætur öðrum til að líkja sér við Hannes Hafstein og efna til persónudýrkunar á lífs og liðnum forsætisráðherrum. …