Celcius gamli kemur okkur að gagni við að skoða frost eða næturfrost. Er hins vegar gagnslítill venjulegu fólki, sem veltir fyrir sér, hvort kalt eða heitt verði í veðri. Fleira stýrir því en hitastig á vatni. Bandarískar og kanadískar veðurstofur þróuðu ýmsar tegundir útreikninga á kælingu. Útvarp hersins á Keflavíkurvelli notaði til dæmis slík reiknilíkön. Ástralska veðurstofan hefur gengið skrefi lengra og búið til flókna formúlu, sem spannar hitastig, vindstyrk og rakastig. Úr því er reiknuð tilfinning fólks fyrir hita eða kulda. Sem er nær reynsluheimi almennings en Celcius gamli.