Niður með lýðræðið

Punktar

Larry Pressler kvartar í New York Times yfir því, að Pakistan sé orðið einn helzti bandamaður Bandaríkjanna. Það fái F-16 þotur til árása á lýðræðisríkið Indland. Pakistan er annálað ríki grimmdar og brota á mannréttindum, hefur flutt þekkingu á smíði kjarnorkuvopna til ógeðfelldra ríkja, svo sem Norður-Kóreu. Þar eru flestir skólar trúarofstækis, sem framleiða hryðjuverkamenn. Pressler segir, að stuðningur Bandaríkjanna við Pakistan þjóni þeim einum tilgangi að vernda völd harðstjórans Pervez Musharraf hershöfðingja. Það sé fráleitt að taka slík ríki fram yfir lýðræðísríki í Asíu.