Jón Sigurðsson, formaður Framsóknar, er andvígur norrænu lausninni á samfélaginu. Hann telur hana fæla fyrirtæki í burtu með sköttum og leiða til meira atvinnuleysis. Hann skrifaði í gær grein um þetta í Fréttablaðið. Hann minntist ekki á, að fólki líður betur á Norðurlöndum en víðast hvar í heiminum. Hann gat ekki öryggis og velferðar, sem Norðurlöndin hafa umfram Ísland. Hann gleymdi alveg, að Norðurlönd eru meðal ríkustu landa í heimi, þrátt fyrir alla skatta og skyldur. Jón vill samfélag hinna ríkustu, sem borga 10% skatt, á kostnað meðalfólks, sem borgar 38% skatt.