Niðurgreidd stóriðja

Punktar

Bitur er reynsla þjóðarinnar af lítilli aðild stóriðju að kostnaði við rekstur samfélagsins. Samt halda pólitíkusar áfram að niðurgreiða kostnað stóriðju. Er þó ljóst, að það er dýrasta mögulega aðferð við að útvega atvinnu. Steingrímur J. Sigfússon kjördæmapotari lét niðurgreiða höfn og innviði stóriðju á Bakka. Í samræmi við Steingrím er Ragnheiður Elín Árnadóttir að niðurgreiða stóriðju í Helguvík. Þar eiga tvær verksmiðjur að útvega alls tvo rútufarma af atvinnu. Í því skyni leggur ríkið fram 1,1 milljarð króna fyrir utan styrki frá Keflavík. Miklu nær væri að leggja milljarð í að búa í haginn fyrir sprotafyrirtæki.