Niðurlæging handboltans

Punktar

Undanfarið hafa margir orðið vitni að mestu niðurlægingu handboltans í sögunni. Alræmdasta þrælaríki heimsins byggir handboltahallir í eyðimörkinni, kaupir sér landslið og mútar alþjóðasambandinu til að koma. Og dómurunum til að tryggja landsliði þrælaríkisins sæti í úrslitum. Lengra komast mafíur ekki í spillingu og mannfyrirlitningu. Katar slær hér heimsmet. Í vændum er enn stærra heimsmet, því að enn spilltara fótboltasamband samþykkti að halda þar heimsmeistaramót. Það verður væntanlega sama niðurlæging fótboltans og þessa daga handboltans. Og þrælahaldarar Katar stefna loks á ólympíuleikana. Þá verður vininum ÓRG boðið.