Niðurlægjandi heiti

Hestar

Hestar eiga meira bágt en menn, þegar þeim eru gefin skrítin heiti. Til varnar er engin hestanafnanefnd. Þó eru til alþjóðasamtök íslenzka hestsins. Þau segja í reglum, að hrossin skuli bera íslenzk heiti. Samt eru tölvuskráð hross, sem heita rugli á borð við Cherry, Jupp, Jodo, Flippy, Patti, Fee og Bimbo. Dæmi úr lista mínum um 218 ónefni. Í lagi á plebejum, en skandall á hefðarhrossum. Sem sjálfskipaður umbi hestsins legg ég til, að þetta gælunafnarugl verði stöðvað. Ræktunarhross eru aðalshross með óralangar og göfugar ættartölur. Hross hafa ekki frjálsan vilja og geta ekki kvartað yfir nöfnum. Fyrir þeirra hönd heimta ég að hefðardömur fái lögleg og þjóðleg heiti við hæfi: Baldintáta, Dimmalimm, Kengála. Silkisif og Blátönn.