Niðurrifið virkar

Punktar

Gamla fólkið er í auknum mæli farið að hringja í Félag eldri borgara til að bera upp kveinstafi sína. Sumir eru í vandræðum vegna lyfjakostnaðar, aðrir vegna húsaleigu, kostnaðar við heyrnartæki eða önnur hjálpartæki. Fréttastofur hafa reynt að ná tali af þessu fólki, en það þorir ekki að bera vanda sinn á torg. Gamla fólkið er hluti af þeim fjölmenna minnihluta, sem ríkisstjórnin ofsækir til að gauka gjöfum að eigendum sínum, auðgreifunum. Í sama flokki eru sjúklingar, öryrkjar og láglaunafólk. Algengt er, að fólk ráði ekki við leigu á húsnæði. Þar á meðal er unga fólkið. Niðurrif bófaflokkanna er farið að virka.