Niðursetningurinn

Punktar

Ekki er sjálfgefið að pokaprestur í pólitísku poti sé sjálfsagður í stjórn Þroskahjálpar á Suðurlandi. Enda sýnir dæmið úr Þorlákshöfn, að hann kveikti ekki á perunni fyrr en löngu eftir að einelti og vafasamur aðbúnaður þroskahefts manns hafði verið umræðuefni hér í DV marga daga í senn. … Ritstjóri Sunnlenska fréttablaðsins er einnig í stjórn Þroskahjálpar. Hann hefur í blaði sínu og fleiri fjölmiðlum greint frá viðhorfum sínum til samfélagsins og þeirra, sem ekki hafa þroska til að lifa án aðstoðar. Það er dökkur heimur, sem hann telur þroskahefta verða að sætta sig við. …