James O’Brien hjá LBC slátraði pólitískri dægurstjörnu í sjónvarpinu í gær. Nigel FARAGE hjá Brezka Sjálfstæðisflokknum, UKIP, varð þar klumsa. Spunakarl hans, Patrick O’Flynn, sá í miðju viðtali, að hann var kominn út í ógöngur og reyndi að hemla. Allt kom fyrir ekki og hinn kunni Evrópuhatari varð sér til skammar. Átrúnaðargoð Heimssýnar og annarra samtaka gegn Evrópusambandinu heillaði fáa í viðtalinu. Þar var farið yfir kynþáttahatur og útlendingahatur hans og tilraunir hans til að safna um sig þjóðrembdum heimskingjum. Spyrla og þáttagerðarfólk eins og O’Brien vantar sárlega hjá íslenzkum fjölmiðlum.