Nigella og Jamie

Megrun

Matreiðsluþættir Nigellu Lawson gæla við þróun virkra matarfíkla. Við slefum yfir öllum þeim hundruðum kaloría, sem hún slengir í matinn af fullkomnu ábyrgðarleysi. Ef þetta væri daglegt fæði hennar og þú værir þar í fæði, mundirðu hreinlega springa. Og ef þú mundir elta hana niður í eldhús á nóttunni og opna ísskápinn, værir þú kominn á lokastig matarfíknar. Þættir Nigellu hafa áreiðanlega hraðað vítahring margs matarfíkilsins. Þeir eru sjónvarp, en ekki veruleiki. Lokaðu fyrir Nigellu og horfðu heldur á Jamie Oliver, sem hefur tilfinningu fyrir hollari mat og æsir síður matarfíknir.