Níu beztu og ódýrustu

Veitingar

Á níu beztu matstöðum landsins fæst fiskur dagsins í hádeginu á innan við 2300 krónur. Ódýrastur er toppstaðurinn Friðrik V. Þar er fiskur dagsins á 1750 krónur. Næstur er Laugaás með nokkra fiskrétti á 1790 krónur. Á báðum stöðum er súpa innifalin. Þessi tvö eru bistró Íslands. Svo Sjávargrillið, líklega bezti staður landsins, á 1970 krónur, Kopar og Rub23, báðir á 1990 krónur. Síðan er lúxusstaðurinn Holtið á 2150 krónur og Fiskfélagið á 2190 krónur. Þrír frakkar bjóða fiskrétti á 2250 krónur og Grillmarkaðurinn býður karfa á 2290 kr. Í hádegi eru aðrir gæðastaðir landsins dýrari og lakari.