Níutíu milljarða tjón á ári

Punktar

Skattgreiðendur borga níutíu milljarða á hverju ári í vexti. Refsingin fyrir óstjórn Sjálfstæðisflokksins og meðreiðarflokka hans. Kostar okkur á hverju ári meira en heilt hátæknisjúkrahús. Það er dýrt spaug að skulda þúsund milljarða vegna gjaldþrots Seðlabankans og stofnun nýrra viðskiptabanka. Drjúgur viðskiptajöfnuður fer langt með að borga þetta, en samt vantar upp á. Stórar afborganir falla á næstu árum, svo að nauðsynlegt verður að lengja í sumum skuldunum. Skattar þurfa áfram að vera háir næstu árin. Ekkert fé verður aflögu í að borga kosningaloforð um afslátt af “skuldum heimilanna”.