Aðalhagfræðingur Seðlabankans segir nýja fjárfestingu skipta litlu máli. Hér hafi árum saman verið umframfjárfesting. Þetta segir Þórarinn G. Pétursson. Fyrirtæki geti því aukið framleiðslu án þess að auka fjárfestingu. Þar á ofan hafi fjárfesting í venjulegu atvinnulífi aukizt um 9% á árinu. Það er fyrir utan ál, skip og flugvélar. Því standist ekki, sem menn segja, að hér skorti fjárfestingu og að hún hafi of lítil verið. Að vísu sé óvissa á ýmsum sviðum um framvindu mála og þess vegna takmarkaður fjárfestingarvilji. En lýsing ástandsins sé í stórum dráttum röng. Nóg sé fjárfest hér á landi.