Nú er nóg komið af rugli nýju bankabófanna. Ríkisstjórnin þarf að afnema ríkisábyrgð á bönkunum. Þar haga nýir herrar sér eins og bófarnir, sem réðu ríkjum fyrir hrun. Sömuleiðis þarf að setja háan skatt á tekjur, sem eru hærri en forsætisráðherrans. Einnig þarf að hreinsa út stjórn Bankasýslu ríkisins og reka forstjórann. Skipta þarf út fulltrúum Bankasýslunnar í stjórnum bankanna. Alls staðar þarf að setja inn siðað fólk, sem ekki kom nálægt gömlu bönkunum. Ríkisrekna ruglið á fjárglæfrum er komið út í öfgar. Bófar hafa hreiðrað um sig í bönkunum. Við þurfum að hreinsa þá alla út.