Nokkra útvalda Frakka

Punktar

Engin von virðist vera að ginna hingað franska kokka, sem eru með afbrigðum hinir beztu í heiminum. Ef ég væri borgarstjóri, mundi ég hringja til Marc Veyrat og bjóða honum Perluna leigufrítt til að reka þar veitingahús. Síðan mundi ég hringja í Olivier Roellinger og bjóða honum Höfða með sömu skilmálum. Borgin á bæði húsin og hefur ekkert betra við þau að gera en að efla matarmenningu borgarinnar og draga hingað einkaþotumenn, sem vilja borga 20 þúsund kall á mann fyrir að fá almennilega að éta án þess að vera í sex mánuði á biðlista í Frakklandi.