Sex ágætir staðir í miðborginni bjóða hádegisverð á 1300 krónur. Þeir eru Feiti tómaturinn, Grænn kostur, Shalimar, Balthazar, Krua Thai og Krúska. Eru þó ekki skyndibitasstaðir. Enn betri eru fjórir staðir ódýrari. Fyrstu verðlaun fá Volare og Balkanika í nágrenni Kjörgarðs. Hádegismatur á 1000 krónur. Volare hefur fisk dagsins. Balkanika hefur kjötbollur eða gúllast. Næst koma Kínahúsið í Lækjargötu með hádegismatinn á 1100 krónur, oftast djúpsteiktar rækjur. Og Santa Maria á Laugavegi á 1200 krónur, allir réttir. Á þessu verði geta margir leyft sér um að fara út að borða í hádeginu.