Nokkur séríslenzk vandræði

Punktar

Íslendingar eru of fáir, of heimskir, of tengdir og of þjóðrembdir til að stjórna málum sínum. Hrunið sýnir, að við erum verri en aðrar Evrópuþjóðir. Ekki lentu þær í hruni. Fyrst lentum við í heimasmíðuðu hruni og nú er verið að leggja drög að öðru. Aðrar þjóðir Evrópu voru áður í hliðstæðu rugli, nýlendukúgun, styrjöldum,, trúarofsa og öðru sundurlyndi. Nú er því lokið, Evrópusambandið er nýi tíminn. Bjargálna eru þar orðnar þjóðir á borð við Grikki og Portúgala, sem áður voru staurblankar. Evrópa er leiðin til að forða okkur undan græðgi hákarla, spillingu pólitíkusa og heimsku kjósenda.