Norðmenn segja nei

Punktar

Tillaga GUNNARS SMÁRA um yfirtöku Noregs á Íslandi er fín. Að öðru leyti en því, að hún gerist aldrei. Norðmenn vita nógu mikið um Ísland til að forðast samruna eins og heitan eldinn. Munu aldrei samþykkja, að flytja séríslenzkt rugl heim til Noregs. Betra að láta íslenzka kjósendur stikna í víti, er þeir hafa sjálfir framleitt með gálausri hegðun í kosningum. Íslendingar hafa ekki burði til að halda úti lýðræði. Hér er of mikið af aulum til slíks. Sem fylki í Noregi á framfæri auðugs ríkis mundum við losna við verstu áhrif hinna vanhæfu kjósenda og pólitíkusa. En Norðmenn munu án efa segja „nei takk“.