Norðmenn eru í skammarkrók eftir að ráðherrar neituðu að tala við Dalai Lama. Desmond Tutu erkibiskup segir þá lenda í helvíti. Þannig fer fyrir þeim, sem selja sálina fyrir kínverska peninga. Pólitískt samband Kína og Noregs hefur lengi verið erfitt og ráðherrar segjast ekki vilja gera illt verra. Þeir eru auðvitað aumingjar eins og Ólafur Ragnar og ríkisstjórnin íslenzka, sem slefa utan í kínverska heimsvaldamenn. „Þið verðið að velja á milli þess sem þið hafið ávallt haft í hávegum eða villast af leið, velja peningana,“ sagði Desmond Tutu. Það er einfaldur sannleikur. Þurfum einhvern Tutu biskup hér.