Frá Meiribakka í Skálavík til Norðureyrar í Súgandafirði.
Snarbratt í Bakkaskarði, en ekki klettar. Af brún Norðureyrargils er mikið útsýni yfir Súgandafjörð.
Förum frá Meiribakka eða Ásgerðarbúð suðsuðvestur í Bakkadal og síðan suðvestur upp snarbratt Bakkaskarð norðan megin í dalbotninum. Suður fjallið í 520 metra hæð og fram á brún Norðureyrargils. Förum þar suður og niður að Norðureyri.
5,3 km
Vestfirðir
Ekki fyrir hesta
Erfitt fyrir göngufólk
Mjög bratt
Skálar:
Ásgerðarbúð: N66 10.887 W23 28.530.
Nálægar leiðir: Hraunsdalur, Skálavíkurheiði, Ófæra, Bakkaskarð, Súgandi.
Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Útivistarkort