Norðurlöndin kenna lexíu

Punktar

Norðurlöndin hafa ekki veitt þau lán, sem þau lofuðu eftir bankahrunið. Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn hefur staðið við sitt, en þau ekki. Stafar eingöngu af IceSave. Sjóðurinn reyndist sveigjanlegur í þeim vanda, en Norðurlöndin ekki. Þau telja, að kenna verði Íslendingum þá lexíu, að menn eigi að borga skuldir. Samkvæmt þjóðaratkvæði tregðast Íslendingar við að borga. Því að siðferði okkar er á lægra plani en siðferði frændþjóðanna. Skuldseigja okkar hindrar enn lán til Búðarhálsvirkjunar. Á einangrun okkar núna ber þjóðin ábyrgð. Ekki bara þeir fáu, sem settu okkur á hausinn.