Við þurfum að koma upp sömu velferð og á norðurlöndunum og í Norðvestur-Evrópu. Sömu velferð og í Danmörku, Noregi, Svíþjóð, Finnlandi, Þýzkalandi, Frakklandi, Hollandi og Belgíu. Gera heilbrigðisþjónustu og skólaþjónustu ókeypis. Það gerum við með því að kasta út ríkisstjórninni. Afnema breytingar hennar og síðustu ríkisstjórnar á sköttum. Hækkum auðlindarentu kvótagreifa með útboði leigukvóta og setjum auðlindarentu á stóriðju og ferðaþjónustu. Endurvekjum auðlegðarskatt. Þannig fást margir tugir milljarða árlega í þessi verkefni. Þetta er létt. Vilji er allt, sem þarf. Höfuðmál okkar er að losna við baneitraða ríkisstjórn.