H.D.S. Greenway segir í Boston Globe, að svipuð bilun sé á ferðinni í Bandaríkjunum á hryðjuverkatímum nútímans og varð árið 1917 gegn Þjóðverjum í landinu eftir fyrra stríðið, gegn Japönum við upphaf síðara stríðsins og gegn menningarvitum á kaldastríðsdögum McCarthy. Ráðamenn sjái drauga í hverju horni og hafi komið sér upp Djöflaeyju í Guantánamo-flóa. Hann telur viðbrögðin gegn hryðjuverkum vera úr hófi fram og líkir öllum þessum viðbrögðum við nornaveiðarnar í Salem árið 1620.