Þótt firrt sé að segja skatta vera ofbeldi, er eðlilegt að segja hóf þurfa að vera á sköttum. Til dæmis er eðlilegt, að skattar séu svipaðir og þeir eru í löndum þeirrar velferðar, sem við væntum hér. Það þýðir, að skattar séu líkir sköttum á Norðurlöndum. Skattar á einstaklinga hækki ekki. Skattar á tekjur af fjármagni verði þeir sömu og skattar á launatekjur. Refsað sé fyrir skattsvik greifa, til dæmis á fé í skattaskjóli. Að auðlindarenta ráðist af verðgildi hennar samkvæmt mælingu uppboða á frjálsum markaði. Auknar tekjur af slíku tagi nægja til að halda hér upp sömu velferð og gildir að meðaltali á Norðurlöndum.