Ég kem ekki á Jómfrúna við Lækjargötu vegna brauðsneiðanna. Þó fæ ég mér alltaf frábæran rækjuturn með stórum og glansandi rækjum. Ég kem vegna nostalgíu. Sem barn fékk ég hjá ömmu hakkebøf, rødspætte, ribbensteg, mørbrad, leverpostej og frikadeller. Allt gamlir vinir. Hún gaf líka bolsjer og bilæt í bíó. Í gær fékk ég rauðsprettu með remúlaði, mjög fínt eldaða, betri en í gamla daga. Það eina, sem vantar í Jómfrúna er rødgrød med fløde, mér minnisstæðastur úr fortíðinni. Jómfrúin er ætíð full gesta í hádeginu. Rauðsprettan kostar bara 1350 krónur, rækjuturninn 1180 krónur.