Notalegur Laugaás

Veitingar

Laugaás er alltaf jafn notalegt veitingahús fyrir alþýðu manna. Ragnar Kr. Guðmundsson er þar enn við eldana eins og fyrir tæpum þremur áratugum. Umbúnaður staðarins er nokkurn veginn eins og í upphafi. Þar á meðal eru innbrenndu blómin í innfelldum múrsteinum í matarborðum. Breytingin í þrjá áratugi felst einkum í, að fiskréttum hefur fækkað. Verðið er fremur lágt eins og það hefur alltaf verið. Hagkvæmust eru kaupin í dýru hráefni, því að á það er ekki lagt prósentvís, heldur krónuvís. Ég prófaði í fyrrakvöld humarsúpu og hrefnukjöt hjá Ragnari, fínan mat fyrir sáralítinn pening.