Stjórnarflokkarnir hafa óhæfa forustu á Alþingi. Meirihlutinn á að samþykkja eftir þörfum kvöld- og næturfund í striklotu. Dag eftir dag, nótt eftir nótt, viku eftir viku. Alls ekki hleypa öðrum málum inn á milli. Alls ekki. Bera því við, að afgreiðsla IceSave sé að falla á tíma. Taka málið í einni bunu og opinbera skrílslæti minnihlutans. Ef stjórnarflokkarnir hafa ekki döngun til að verjast, eru þeir óhæfir til að stjórna þjóðinni. Annað hvort pakka þeir í vörnina nú strax eða þeir láta sig bara hverfa frá völdum. Það þýðir ekkert Elsku Mamma, er brennuóðir hrunverjar sækja hart að lýðræðinu.