Líta má á það sem grín, að lagadeild flytji verðandi lagatæknum þá tilgátu, að þjóðareign sé ekki til. Sigurður Líndal emerítus segist ekki skilja orðið þjóðareign. Sú skoðun kallast líndælska. Í leiðinni er haldið fram, að einungis sé til einkaeign eða ríkiseign. Staðreyndin er hins vegar, að lagatæknar ákveða ekki, hvort hugtök séu til. Notendur hugtakanna ákveða það. Sé hugtak notað, er það til. Um hugtakið þjóðareign er ákvæði í stjórnarskránni, sem fjórflokkurinn sveik. Ríkiseign er seljanleg eign, en þjóðareign er ævarandi, sá er munurinn. Geti lagatæknar ekki skilið það, eiga þeir ekki að skipta sér af stjórnarskrá.