Ríkisstjórnin missti áhuga á þrískæklingnum, sem átti að deyfa áhuga kjósenda á stjórnarskrá fólksins. Stjórnarandstaðan hefur talað gegn breytingunum þremur, þótt nefndarmenn hennar styðji þær. Og ríkisstjórnin nennir varla að rífast um svo abstrakt mál. Sjálfstæðisflokkurinn hætti við að hefna sín á Eygló Harðar fyrir að sitja hjá um sovézka langtímaáætlun um ríkisfjármál. Aðrir eru ekki andvígir húsnæðisfrumvarpi hennar. Því er óljóst, hvaða merkisfrumvörp standa í vegi þingslita í lok þessarar viku. Ekki er það sovézka haftafrumvarpið. Allir vilja höft. Er ekki ágætt að hætta, þegar stjórnin hefur misst tök á lífi sínu?