Á fyrri áratugum voru sumir ráðherrar oft heimskir eða spilltir. En nú keyrir um þverbak. Í sögu lýðveldisins hefur annað eins ógeð aldrei verið við völd. Ríkisstjórnin er samsafn heimsku og spillingar, flumbru og gerræðis, óbeitar á velferð og þjónustu við kostunaraðila ráðherra. Eins og hver ráðherra reyni að toppa annan í ruglinu. Um það hef ég rakið ótal dæmi í pistlum undanfarna mánuði, sjá þar. Langverstur er forsætis, sem ýmist er týndur undir sæng eða fer með himinskautum í loforðum og lygum. Í hvert sinn sem hann opnar munninn flæða út rangfærslur og ímyndanir. Fullkomið dæmi um sjálfumglaða siðblindu.