Nú þurfa bloggarar að hjálpast að við að finna, hverjir eru frambjóðendur stjórnmálaflokka, hagsmunaaðila eða fjárglæframanna. Við þurfum líka að fylgjast með, hverjir auglýsa í fjölmiðlum. Það kostar stórfé, sem einhver þarf að borga. Við þurfum að sigta þá frá, þegar við finnum 25 af þessum rúmlega 500 frambjóðendum. Nóg verður samt eftir til að velja úr. Þeir, sem telja halla á einstaka hópa á listanum, geta verið rólegir. Allir hljóta að geta fundið þar einhverja við sitt hæfi. Þátttakan í framboðinu bendir til, að fólk telji einhvers virði að hafa stjórnlagaþing og að hafa þar áhrif.