Nú þarf að sparka bófunum

Punktar

Forsætisráðherra telur, að sumarþingi beri að samþykkja umdeildan búvörusamning og þrjú umdeild paragröff í stjórnarskrá. Raunar hótar hann frestun kosninga, nái óskhyggjan ekki fram að ganga. Enginn meirihluti er fyrir búvörusamningnum, allra sízt eftir stórfellda markaðsmisnotkun Mjólkursamsölunnar. Paragröffin þrjú í stjórnarskránni munu vekja harðar deilur á þingi. Þau ganga þvert hegn þeim paragröffum, sem fengu eldskírn sína á þjóðfundi, í stjórnlagaráði og í þjóðaratkvæði. Paragröff Sigurðar Inga Jóhannssonar eru blaut tuska framan í allt það lýðræðislega ferli. Þjóðin þarf að fara að sparka bófunum frá völdum.