Nú vantar landvættina

Punktar

Nýr húsbóndi í álverinu í Straumsvík verður líklega Rio Tinto. Um það má lesa í alfræðiorðabókinni Wikipedia. Það er eitt af umdeildari fyrirtækjum heims. Hefur reynt að níðast á starfsmönnum og umhverfi. Það hefur jafnvel staðið fyrir borgarastyrjöld á Papúa Nýju Guineu. Til að fegra ímynd sína hefur það útvegað sér umdeild verðlaun, Worldaware Award. Þau eru veitt á vegum annars fjölþjóðafyrirtækis, Tate & Lyle. Rio Tinto er sjálft með önnur umhverfisverðlaun, sem Shell í Pakistan hefur fengið. Allt er þetta bara bræðralag skálkanna. Hvar eru nú landvættir skjaldarmerkisins?