Nú vantar Pétur sjómann

Punktar

Í gamla daga, fyrir daga Davíðs, var Sjálfstæðisflokkurinn flokkur allra stétta. Þar voru verkalýðsleiðtogar á borð við Pétur sjómann. Flokkurinn þóttist vera fyrir alla, líka fyrir þá fátækustu. Pétur passaði þá. Enn hefur flokkurinn slíkt fylgi af gömlum vana fólks, þótt hann hafi umturnazt. Nú er þar enginn Pétur sjómaður. Heldur fólk eins og Óli Björn Kárason og Sigríður Á. Andersen, sem hefðu verið rekin úr flokknum í gamla daga fyrir félagslegan Darwinisma. Núna takmarkar hann sig við þann helming þjóðarinnar, sem hefur það gott. Ráðandi öfl í flokknum hafa lokað augunum fyrir vanda á vegum excel-skjala Darwinistanna.