Númer 354 í símaröðinni

Punktar

Skemmtileg hugleiðing um landsnúmer eftir William F.S. Miles birtist í Boston Globe. Hann segir, að notalegt sé, að Bandaríkin séu þó enn númer eitt á einu sviði. Hann telur þó að happatalan sjö hjá Rússlandi sé betri tala. Landsnúmerin ná upp í 998 fyrir Úsbekistan. Höfundurinn segir, að nokkur eyríki, svo sem Guam og Grenada séu með fjögurra stafa tölur og tyrkneski hluti Kýpur sé með fimm stafa tölu, 90392. Sú tala er að vísu ekki í okkar símaskrá, en þar eru þó talin nokkur ríki með fjögurra tölustafa landsnúmer. Við með okkar 354 erum ofan við miðju í þessum óopinbera virðingarstiga.