Núpskatla

Frá Oddsstöðum á Melrakkasléttu um Núpskötlu að Kópaskeri.

Rauðinúpur er 75 metra hátt bjarg.  Viti stendur á núpnum og í honum er ógrynni af bjargfugli, sem er lítið nytjaður, enda er bjargið sprungið og hættulegt. Guðmundur Magnússon rithöfundur, öðru nafni Jón Trausti, ólst upp í Núpskötlu.

Förum frá Oddsstöðum vestur í Núpskötlu austan við Rauðanúp, suður með Kötluvatni austanverðu, vestur fyrir suðurbotn þess, vestur í Grjótnes. Síðan suður með ströndinni í Leirhöfn. Að lokum suður með þjóðvegi 85 um Hafnarskörð, að Kópaskeri.

29,4 km
Þingeyjarsýslur

Nálægir ferlar: Grjótnes

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Jónas Kristjánsson