Núpsstaðaskógar

Frá Núpsstað í Núpstaðaskóga og til baka aftur.

Núpsstaðaskógar eru fögur skógarvin, sem fáir þekkja. Hún er afskekkt austast í Fljótshverfi á jaðri Skeiðarársands, inn á milli skriðjökuls og hárra fjalla. Jeppavegur þangað er þungur og fara þarf yfir Súlu á grýttu og straumþungu vaði. Betra er að fara þessa leið á hestum. Fram og til baka frá Rauðabergi er það létt dagleið. Mestur er skógurinn í Kálfsklifi og fara má þangað á hestum næstum alla leið.

Förum frá Rauðabergi til austurs undir hlíðum Fögrutungubrúa að Núpsstað. Þaðan inn Fjaðrárdal og yfir Fjaðrá norðan þjóðvegar 1 um Fljótshverfi. Síðan meðfram Lómagnúp, upp í Núpshlíðar og eftir þeim fyrir stafn núpsins og inn með honum að austanverðu. Síðan niður úr hlíðunum niður á aura Núpsvatna við Seldal. Síðan áfram norður aurana á jeppaslóð að Súlu, sem rennur frá Skeiðarárjökli að Núpsá og er þvert á leið okkar. Við förum gætilega yfir Súlu og áfram slóðina inn aurana. Hér þrengist dalurinn, Loftsárhnjúkur er að vesta og Bunki að austan. Skógur er í undirhlíðunum beggja vegna. Við komumst á austurjaðri Núpsár í Staðarhól. Þar verður að skilja hestana eftir og ganga stuttan spöl að Kálfsklifi. Síðan sömu leið til baka að Rauðabergi.

18,7 km
Skaftafellssýslur

Nálægar leiðir: Flosavegur, Bárðargata, Núpahraun.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Jónas Kristjánsson