Bandaríska leyniþjónustan hossaði abstraktri og framsækinni list á tímum kaldastríðsins. Vildi sýna bandarískan frumleika í samanburði við sovézka listastöðnun. Þetta grunaði marga, en nú hefur það verið staðfest. Gegnum ýmsa sjóði fjármagnaði CIA menningarstofnanir um heim allan, þar á meðal á Íslandi. Ennfremur listsýningar af alls konar tagi. Ég man eftir skemmtilegu sendiráði í þá tíð. Ánægjulegast var, að þetta stakk í stúf við McCarthy, sem hamaðist í þinginu gegn sömu listamönnum fyrir kommúnisma þeirra. Einnig andstætt Harry Truman, sem sagði: “Ef þetta er list, þá er ég hottintotti”.