Nútími eftir ár

Fjölmiðlun

Fyrirhugaða gagnaverið á Keflavíkurvelli er frábært. Það markar tímamót í atvinnusögunni eftir eitt ár. Fyrstu tímamótin voru fiskurinn, önnur var stóriðjan og nú er sú þriðja að koma. Verið hýsir tölvubúnað, netþjóna og gagnageymslu. Útvegar traust rafmagn og hratt samband við umheiminn. Byggir á Farice og Danice, keyrir á 160 gígabæta hraða á sekúndu. Við höfum núna bara fjögurra gígabæta hraða. Ef stjórnvöld standa sig í stykkinu, má búast við fleiri gagnaverum og netþjónabúum. Til dæmis frá Google og Microsoft, sem þurfa gnótt af slíku um allan heim. Við erum að komast inn í nútímann.