Þegar George C. Wallace ríkisstjóri neitaði að fara úr anddyri skóla í Alabama á frægum tíma, var það ekki atburður, heldur leikin aðgerð í samráði við John F. Kennedy, þáverandi forseta. Hún hafði það að markmiði, að báðir aðilar kæmu vel út úr málinu. Wallace var að afla sér fylgis svertingjahatara í Suðurríkjunum og Kennedy var að láta sig líta út sem þann, sem vildi flýta fyrir blöndun kynþátta í menntakerfinu. Í samstarfi léku þeir lítinn slag, hvor fyrir sitt lið. Við lifum í heimi, þar sem menn berjast um ímyndir. Fólk telur því ekki neinn sannleik vera til, heldur bara spuna.