Ný formúla fyrir DV

Punktar

Á Vesturlöndum eru dagblöð, sem áður fyrr komu út síðdegis í götusölu og voru í litlu broti eins og íslenzk dagblöð, ýmist kölluð “síðdegis” vegna gamla útkomutímans, “tabloid” eftir síðustærðinni eða “boulevard” vegna götusölunnar. Sum hafa smám saman breytzt í fréttasnauð skrílblöð eins og sum brezku blöðin, en önnur í tiltölulega vönduð frétta- og skoðanablöð eins og Dagbladet í Noregi og Expressen í Svíþjóð. Sjaldgæft er, að þessi fyrrverandi síðdegisblöð hafi breyzt í áskriftarblöð eins og DV varð endur fyrir löngu. Það var fyrst og fremst af sérstökum sagnfræðilegum ástæðum, að sú formúla gekk upp hjá DV. Eftir hörmungar síðustu tveggja ára eru komnir nýir eigendur, sem vilja finna formúlu fyrir DV, án þess að útkomutími, síðustærð eða söluform verði öðru vísi en Morgunblaðsins. Það verður þeim spennandi verkefni.