Að hætti mengunarrisa bregst Norðurál ofsafengið við gagnrýni á lélegar og ónýtar varnir gegn mengun. Kallar hana “tilhæfulausar ávirðingar”. Eru þó full rök fyrir, að hreinsitæki álversins í Hvalfirði séu ónýt. Ennfremur, að rangt sé að hafa mælitækin norðaustan við verið, þaðan sem vindátt er oftast á álverið. Hross hafa drepist af eitrun í nágrenni versins. Kerfisbundið er reynt að þagga niður í starfsmönnum, sem hafa lekið upplýsingum um mengun. Afleitt er, að þessi eindregni mengunarrisi seilist til fleiri álvera í landinu. Álver þess í Helguvík verður sennilega sama harmsaga mengunar.