Ný loforð af sama toga

Punktar

Sjálfstæðisflokkurinn er nákvæmlega nýbúinn að svíkja loforð um þjóðaratkvæði um framhald aðildarviðræðna við Evrópu. Þá er næsta mál flokksins að gefa út kosningaloforð í Reykjavík. Og hlustið nú: Sjálfstæðisflokkurinn lofar okkur íbúakosningu Reykvíkinga um framtíð flugvallar í Vatnsmýri! Á þetta að vera brandari eða eru spunakarlar flokksins búnir að missa ráð og rænu? Hver á að trúa þessu? Hver á að trúa einu einasta orði í stefnuskrá flokksins. Minni ofurheimskra kjósenda mælist að vísu í dögum frekar en árum. Samt er nokkuð bratt að láta allt gerast í senn, loforðasvik og ný loforð af sama toga.