Ógilding stjórnlagaþingskosninga er mikið áfall. Kjörnir fulltrúar flestir voru vel til þess fallnir að semja nýja stjórnarskrá. En kjör þeirra hefur verið úrskurðað ógilt. Ekki dugir, að Alþingi reyni að skipa þá sömu 25 fulltrúa. Um það næst ekki eining á Alþingi. Sjálfstæðisflokkurinn bregður fæti fyrir það. Hins vegar má ekki taka stjórnlagaþingið af fólki. Því er nauðsynlegt að kjósa aftur og fara þá rétt að öllum tæknilegum atriðum. Ný kjörstjórn þarf að koma til skjalanna. Hún verður að hverfa frá þeim flókna og furðulega hætti, sem var við framkvæmd kosninganna og talningu atkvæða.