Ný orkuver eru óþörf

Punktar

Höfum langa og bitra reynslu af stóriðju. Aldrei fékkst nein renta af auðlindum fyrir stóriðju. Brotabrot þjóðarinnar hefur laun í stóriðju, ríkið fær vart upp í virkjunarkostnað, ríkið gefur eftir eðlilega skatta. Vonir hrundu um afleidd störf. Og orkuverð til fólks er ekki lægra en það var fyrir hálfri öld. Nú fer að koma að lokum elztu samninga um stóriðju. Þá má ekki endurnýja, heldur nota tækifærið til að innheimta auðlindarentu. Stóriðja getur borgað tugi milljarða á ári í auðlindarentu. Við eigum ekki að standa í stappi um fleiri orkuver, við höfum þau næg fyrir. Þurfum bara að selja orkuna nýjum aðilum á hærra verði.